Sveinbjörg Zophoníasdóttir er íþróttamaður FH 2014

Sveinbjörg Zophoníasdóttir er íþróttamaður FH 2014

Frjálsíþróttakonan Sveinbjörg Zophoníasdóttir er íþróttamaður FH 2014.

Að venju var á gamlársdag útnefndur íþróttamaður FH við hátíðlega athöfn í Sjónarhól.

Svein­björg hlaut 5.723 stig í sjöþraut í  í sum­ar og náði næst­besta ár­angri ís­lenskr­ar konu í grein­inni.

Svein­björg varð einnig Norður­landa­meist­ari í sjöþraut á ár­inu. Er hún vax­andi fjölþraut­ar­kona og við FHingar búumst við miklu af henni á næstu árum.

Sveinbjörg var mjög öfl­ug við stiga­söfn­un fyr­ir FH í Bik­ar­keppni inn­an- og ut­an­húss og á MÍ utan og inn­an­húss.  Svein­björg var í landsliði Íslands í ein­stak­lings­grein­um og fjölþraut­ar­grein­um á þessu ári.  Hún er í ólymp­íu­hópi Íslands vegna OL 2016.  

Við óskum Sveinbjörgu innilega til hamingju með árangur sinn á árinu og útnefninguna íþróttamaður FH. 

Aðrar fréttir