
Tap fyrir Fram
er að segja að þetta hafi ekki verið dagur FH stelpnanna.
Ætla mætti að stúlkurnar hefðu ekki mætt til leiks fyrstu 20 mínúturnar og sem dæmi komust Fram stúlkur í 1-7 forystu og náðu þær mest 8 marka forystu í leiknum.
Leikur FH einkenndist af miklum óstöðugleika. Mest náðu stelpurnar að brúa bilið niður í 2 mörk 21-23 en vegna ráðleysislegs sóknarleiks og misnotkun fjölda dauðafæra refsuðu Framstúlkur okkar stelpum alltaf þegar einhver möguleiki var á því að leikurinn yrði spennandi. Tap staðreynd 23-28 og verður að segjast að stelpurnar þurfi að líta í eigin barm því geta þeirra er mun betri en þær sýndu í dag.
Næsta verkefni er leikur gegn Stjörnunni í Kaplakrika eftir nákvæmlega viku og hefst hann kl 16.
Myndir úr leiknum koma á síðuna innan skamms…
Hægt er að kjósa mann leiksins hjá Muggurum hér
Áfram FH!