Tap fyrir Stjörnunni í fyrsta leik í Deildarbikarnum

Tap fyrir Stjörnunni í fyrsta leik í Deildarbikarnum

Byrjunliðið var þannig skipað: 5-4-1

                                                                            Mist

                                                                         Svetlana
                                            Hafdís            Sóley     Hrönn          Sara

                                  Ágústa                 Bella              Linda              Dagný

                                                                          Lovísa

Bekkurinn: Ágústa, Bára og Valgerður sem allar komu inná í síðari hálfleik.

Leikurinn fór rólega af stað og var jafnræði með liðunum.  Þegar líða tók á fyrri hálfleik fór þó sókn Stjörnustúlkna að þyngjast og með stuttu millibili skoruðu þær 2 gild mörk en áður höfðu þær skorað tvö sem dæmd voru af þeim vegna rangstöðu.
Í þeim síðari varð þó aftur jafnræði með liðunum en aftur voru það þó Stjörnustúlkur sem fundu netið og bættu við einu marki.  Lokatölur 3-0.

Það verður að viðurkennast að Stjarnan er í dag með sterkara lið en FH á flestum sviðum fótboltans enda með mun þroskaðara lið.  Þó eru mikil batamerki á ungu liði FH sem í gær lék líklega sinn besta leik á undirbúningstímabilinu.  Varnarleikurinn sem leiddur er af júguslavnesku stúlkunni  Svetlönu er mikið að styrkjast og þá er markvarslan einnig góð hjá nýjum markmanni FH-inga, Mist, en hún kemur frá KR.  Sóknarleikurinn var hinsvegar vandamálið í gær og fengu FH-ingar fá góð marktækifæri.

Í dag er FH liðið skipað að mestu leikmönnum sem enn eru í öðrum flokki og þá voru í gær einnig tvær stúlkur úr 3. flokki í liði og hóp.  Gróflega reiknaður meðalaldur leikmanna er um 18 ár.  Þessar stúlkur eru efnilegar en eiga þó mikið eftir ólært og ljóst er að styrkja þarf liðið fyrir komandi átök í Landsbankadeildinni sumar ef ekki á illa að fara.

Næsti leikur stúlknanna er æfingaleikur við Hauka á Ásvöllum laugardaginn næstkomandi.

Aðrar fréttir