Tap gegn Fram í fyrsta leik tímabilsins

Tap gegn Fram í fyrsta leik tímabilsins

fh-fram-n1-kk-2012-0542

Danni fékk rautt spjald í gær. Mynd: Hilmar Þór – Sport.is

N1-deildin hófst i gærdag með fjórum leikjum. Fyrsti leikur FH-inga var á heimavelli gegn Fram og biðum við í lægra haldi.

Enginn skal örvænta. Þetta var fyrsti leikur tímabilsins af 24, en það
er ljóst að FH verður að spila betur í næstu leikjum ætli þeir sér að
sigra.

Sóknarleikurinn var lélegur í gær og ýmislegt þarf að slípa saman þar
fyrir næsta leik sem er gegn Akureyri á Akureyri, fimmtudaginn 29.
september, eigi sá leikur að sigrast.

Það var fátt jákvætt við leikinn i gær, sem endaði 23-28. Það var hins
vegar gaman að sjá hvað Sigurður Ágústsson kom sterkur til leiks í
lokinn, og hefur hann greinilega nýtt sumarið vel til þess að komast í
form eftir tvö krossbandaslit á tveimur árum.

Næsti heimaleikur á miðvikudaginn gegn Val. Nánar um þann leik síðar.

Tölfræði leiksins:

Mörk: Baldvin Þorsteinsson 8 (4 víti), Ólafur
Gústafsson 3, Örn Ingi Bjarkason 3, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Sigurður
Ágústsson 2, Halldór Guðjónsson 2, Hjalti Pálmason 1, Ragnar Jóhannsson
1, Magnús Óli Magnússon 1.

Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 7, Sigurður Örn Ágústsson 7.

Aðrar umfjallanir:

http://www.sport.is/handbolti/2011/09/26/n1-deild-karla-framarar-unnu-sannfaerandi-sigur-a-fh-i-krikanum/

http://www.sport.is/sportvarp/2011/09/26/sportvarp-kristjan-arason-fh-9/

http://visir.is/vorn-framara-klaradi-meistarana—myndir/article/2011110929223

http://visir.is/kristjan-ara–held-ad-thetta-verdi-erfitt-hja-okkur-fyrir-jol/article/2011110929227

http://visir.is/umfjollun–framarar-logdu-meistarana-i-kaplakrika/article/2011110929232

http://mbl.is/sport/handbolti/2011/09/27/daniel_fekk_rautt_spjald/

http://mbl.is/sport/handbolti/2011/09/26/einar_andri_ekki_draumabyrjun/

http://mbl.is/sport/handbolti/2011/09/26/fram_lagdi_meistarana_i_krikanum/

Aðrar fréttir