Þjálfaranámskeið 1a sérgreinahluta.

Þjálfaranámskeið 1a sérgreinahluta.

Arnar Már Þórisson aðstoðarþjálfari Daða Rúnars hjá 6-8 ára flokknum sótti um helgina þjálfaranámskeið 1a sérgreinahluta.

Frjálsíþróttasambandið stóð fyrir þjálfaranámskeiðinu og er námsefnið á þessu námskeiði að stofni til það sama og var í barna- og unglingastiginu eða líka kallað grunnstig í gamla námskeiðakerfinu. Stuðst var við sama hefti og áður, þ.e. “Frjálsíþróttakennsla barna og unglinga” eftir Þráinn Hafsteinsson.Námskeiðið var 20 kennslustundir og var bæði um bóklega og verklega kennslu að ræða.

Námskeiðið gefur Arnari réttindi til að vera aðstoðarmaður eða leiðbeinandi hjá íþróttaskóla eða yngstu flokkum, þ.e. ef hann sækir einnig almenna hlutann 1a

Aðalkennari á námskeiðinu var Jón Sævar Þórðarson, íþróttakennari og frjálsíþróttaþjálfari.

Aðrar fréttir