Þrefaldur Bikarsigur FH-inga í frjálsíþróttum

Þrefaldur Bikarsigur FH-inga í frjálsíþróttum

Silja Úlfarsdóttir fyrirliði var mjög dugleg að ná stigum fyrir FH, þó að hún væri tognuð á læri. Silja sigraði í 400 m grindahlaupi, 200 m hlaupi og 400 m hlaupi, varð önnur í 100 m hlaupi og fjórða í 100 m grindahlaupi. Þá var hún í öðru sæti með Dóru Hlín Loftsdóttur, Evu Hrönn Árelíusdóttur og Söru Úlfarsdóttur í 4×100 m boðhlaupi og í öðru sæti með Dóru Hlín Loftsdóttur, Evu Hrönn Árelíusdóttur og Birnu Björnsdóttur í 1000 m boðhlaupi. Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir sigraði í sleggjukasti. Ragnheiður Anna Þórsdóttir varð önnur í kringlukasti og kúluvarpi. Sigrún Fjeldsted varð önnur í spjótkasti. Birna Björnsdóttir varð önnur í 800 m hlaupi og fjórða í 1500 m hlaupi. Hilda Guðný Svavarsdóttir varð þriðja í stangarstökki. Heiður Ósk Eggertsdóttir varð fjórða í langstökki og bætti sinn besta árangur verulega. Kristrún Helga Kristþórsdóttir varð fimmta í þrístökki, Rakel Ingólfsdóttir varð fimmta í 3000 m hlaupi og Iðunn Arnardóttir varð 5.-6. í hástökki.

Björn Margeirsson fyrirliði karlaliðsins setti mótsmet í sínum greinum en hann sigraði í 800 m hlaupi og 1500 m hlaupi. Óli Tómas Freysson sigraði í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi og bætti sína bestu tíma verulega. Hann var einnig í sigursveitum FH í boðhlaupunum, með honum í 4×100 m boðhlaupi voru Gunnar Bergmann Gunnarsson, Bjarni Þór Traustason og Jón Arnar Magnússon. Í 1000 m boðhlaupi hlupu einnig Gunnar Bergmann Gunnarsson, Bjarni Þór Traustason og Björgvin Víkingsson. Jónas Hlynur Hallgrímsson sigraði í þrístökki og spjótkasti og varð þriðji í hástökki. Óðinn Björn Þorsteinsson sigraði í kringlukasti og kúluvarpi. Jón Arnar Magnússon sigraði í stangarstökki og varð annar í 110 m grindahlaupi og langstökki. Björgvin Víkingsson sigraði í 400 m grindahlaupi og varð þriðji í 400 m hlaupi. Bergur Ingi Pétursson sigraði í sleggjukasti. Haraldur Tómas Hallgrímsson hljóp 5000 m hlaup og Jóhann Ingibergsson 3000 m hindrunarhlaup og urðu þeir í sjötta sæti .

 

Aðrar fréttir