Tilkynning vegna afhendingar íþróttakonu- og karls FH

Kæru FH-ingar,

 

Því miður verður ekki hægt þetta árið að halda Áramótahátíð FH í Kaplakrika, þar sem verðlaun hafa jafnan verið veitt til þess íþróttafólks innan félagsins sem skarað hafa fram úr á árinu.

 

Þess í stað verður tilkynnt með frétt á FH.is og á samfélagsmiðlum hver verða íþróttakona og íþróttakarl FH kl. 13:00 á Gamlársdag.

 

Tilnefningar deildanna eru, í stafrófsröð:

Ágúst Birgisson, handknattleikur

Hilmar Örn Jónsson, frjálsar

Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir, handknattleikur

Jónatan Ingi Jónsson, knattspyrna

María Rún Gunnlaugsdóttir, frjálsar

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, knattspyrna

 

Við óskum þessu glæsilega afreksfólki til hamingju með árangurinn á árinu og hlökkum til að sjá hvað árið 2022 ber í skauti sér.

 

Við sendum FH-ingum öllum, nær og fjær, okkar bestu hátíðarkveðjur með þökkum fyrir árið sem er að líða.

 

Aðalstjórn

 

Aðrar fréttir