Tvær FH-stelpur í æfingahópi U-17

Tvær FH-stelpur í æfingahópi U-17

Þorlákur Árnason, þjálfari U-17 ára liðs Íslands, hefur boðaða þær Guðnýju Tómasdóttur og Aldísi Köru Lúðviksdóttur til æfinga með liði sínu. 
Guðný er sterkur varnarmaður eins og hún á kyn en hún er stóra systir Sverris Garðarssonaren leikmanns mfl. kk. 
Aldís, sem ættuð er frá Reyðarfirði, hefur hins vegar verið einn atkvæðamesti markaskorari yngri flokka FH á undanförnum árum auk þess sem hún er þegar farinn að leika með mfl kv. 
Selpurnar, sem báðar eru í 3. fl., hafa æft og spilað reglulega á undanförnum árum með U16 og U17 ára liðum Íslands.

Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll um komandi helgi.

Aðrar fréttir