Tveir leikmenn úr FH í landsliðinu!

Tveir leikmenn úr FH í landsliðinu!

Það kemur varla á óvart að FH-ingar skuli eiga tvo fulltrúa í A-landsliði karla, en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag val sitt fyrir leiki landsliðsins gegn Lettum og Austurríki í undankeppni EM 2012. Fulltrúar okkar FH-inga eru þeir Logi Geirsson og Ólafur Guðmundsson, sem báðir hafa leikið gríðarlega vel með FH-liðinu í byrjun tímabils. Leikirnir fara fram á miðvikudaginn næsta (gegn Lettum, Laugardalshöll) og annan laugardag (gegn Austurríki, Wiener Neustadt).

Við óskum þessum miklu meisturum innilega til hamingju með valið!

Aðrar fréttir