Tvö jafntefli á Ragnarsmótinu í handbolta

Tvö jafntefli á Ragnarsmótinu í handbolta

Mfl karla í handbolta hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum í riðlakeppninni á Ragnarsmótinu sem haldið er nú á Selfossi. Þessi úrslit tryggja okkur leik um 3. sætið á laugardaginn kemur.

FH hefur spilað tvo leiki á mótinu. Annars vegar í fyrradag gegn Neista frá Færeyjum, liði Finns Hanssonar FHings í húð og hár, og hins vegar í gærkvöldi gegn Valsmönnum frá Hlíðarenda. Jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjum.

 30-30    

Leikurinn við Neista lofaði ágætu í fyrri hálfleik. Svo sem enginn stórleikur í gangi hjá okkur en sóknin var alveg hin ágætasta og Hilmar var að verja eins og berserkur í markinu. Nýr/gamall leikmaður, Hjörtur Hinriksson var að setja nokkur og Gummi Ped var atkvæðamikill.

Staðan 16-10 okkur í vil í hálfleik. Í seinni hálfleik fór að skyggja fyrir sólu. Menn héldu að hlutirnir kæmu af sjálfu sér, voru áhugalausir og baráttuleysið algjört. Finnur Hansson tók á honum stóra sínum og við réðum illa við hann. Smám saman söxuðu Færeyjingarnir á forskotið og lengi vel var FH með 2 marka forystu. Undir lokin var værukærðin í algleymingi hjá FHingum á meðan Neistamenn börðust eins og ljón og náðu með harðfylgi að jafna 30-30 áður en flautan gall. Virkilega dapur leikur af okkar hálfu og augljóst vanmat í gangi, en klárt mál að á venjulegum degi eigum við FHingar að sigra Neistamenn með 10-15 mörkum.

Mörk(mörk/skot) og markvarsla(varin skot/mörk á sig):

Gummi Ped 9/11

Siggi 5/6

Hjörtur 4/6

Óli Guðmunds 3/6

Ásbjörn 3/8

Ari 2/2

Benni 1/1

Guðni 1/3

Nonni 1/3

Aron 1/4

Kalli 0/1

Hilmar 14/10
Arnar 7/20

32-32

Í gærkvöldi var annað upp á teningnum. Strákarnir gerðu sér grein fyrir arfaslakri frammistöðu sinni í gærkveldi og voru heldur betur til í að bæta fyrir mistök gærkvöldsins. Leikurinn við Val byrjaði þó ekkert sérstaklega. Liðið lenti undir með 3-4 mörkum snemma og eins og menn væru ragir og að bera heldur mikla virðingu fyrir Valsliðinu sem var algjör óþarfi. Menn sóttu þó í sig veðrið, Aron stjórnaði sókninni vel og skoraði góð mörk auk þess sem að samvinna hans og Sigga var virkilega góð. Valsmenn áttu reyndar í stökustu vandræðum með kappana allan leikinn og Siggi var þeim erfiður ljár í þúfu með góðum staðsetningum og rykkingum. Vörnin var líka á köflum að spila virkilega vel og sérstaklega þegar skipt var úr 6-0 í framliggjandi 3-2-1 vörn. Menn áttu þónokkuð inni samt sem áður. Staðan var 20-17 Valsmönnum í vil í hálfleik.

Seinni hálfleikur var betri og smátt og þegar korter var eftir jöfnum við leikinn í 27-27. Restin var í raun æsispennandi og í stöðunni 30-30 náum við að komast yfir í fyrsta skiptið með eftir virkilega góðan varnarleik og frábæra markvörslu Danna í markinu. Í stöðunni 32-32 og ein mínúta eftir vinnum við bolt

Aðrar fréttir