Ungir FH-ingar í yngri landsliðum

Ungir FH-ingar í yngri landsliðum

FH á nokkra unga og efnilega handboltamenn og konur í landsliðsúrtaki U16 ára kvenna og karla og síðan einnig í U18 ára kvenna.

Í U16 ára kvenna eiga FH 4 stelpur, en það eru þær Aníta Guðmundsdóttir, Fanney Þóra Þórsdóttir, Júlía Hafþórsdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir.

Í U16 ára karla eiga FH hvorki meira né minna en 5 stráka en það eru þeir Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður, Jóhann Birgir Ingvarsson, Kiljan Vincent Paoli, Kristján Flóki Finnbogason og Steingrímur Gústafsson sem er bróðir Óla Gúst í meistaraflokknum. Einnig má þess geta að Ágúst, Kristján Flóki og Steingrímur eru allir fæddir 1995 og eru því að spila með strákum sem eru fæddir 1994.

Að lokum eiga FH 3 stelpur í U18 ára kvenna en það eru þær Birna Berg Haraldsdóttir sem hefur einnig verið í landsliðum í fótbolta, Steinunn Snorradóttir og að lokum stærðfræðingurinn og skaphundurinn Heiðdís Rún Guðmundsdóttir.

Gífurlega flottur árangur hjá þeim og lofar þetta góðu fyrir framtíðina.

Guðlaugur Valgeirsson skrifaði þessa grein.

Aðrar fréttir