Upphitun: FH – Haukar, N1-deild karla

Upphitun: FH – Haukar, N1-deild karla

Það er komið að því. Þriðja og síðasta viðureign FH og Hauka í vetur fer fram í Kaplakrika fimmtudaginn næsta, 31. mars. Liðin hafa unnið einn sigur hvort – FH-ingar á Ásvöllum en Haukar í Kaplakrika. FH-ingum er enn í fersku minni sú niðurlæging sem hlaust af síðasta leik, en þá unnu Haukar níu marka sigur fyrir framan troðfullan Kaplakrika.

Nú er kominn tími á hefndir.

Haukar
Nágrannar vorir í Haukum sitja fyrir leiki fimmtudagsins í 4-5. sæti N1-deildarinnar með 20 stig, jafnir HK að stigum. HK hefur betra markahlutfall og situr því í 4. sætinu. Haukarnir hafa unnið 8 leiki, gert 4 jafntefli en tapað alls 7 leikjum.

Ýmislegt hefur gengið á í herbúðum Hauka síðan liðin mættust síðast. Góðir sigrar hafa unnist, leikir hafa tapast á skammarlegan hátt og þjálfari hefur fengið að fjúka. Staða liðsins er á endanum sú að þeir eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni við lið Fram, HK og Vals.

Undir stjórn Gunnars Berg Viktorssonar hafa Haukarnir unnið einn sigur, gegn HK, gert eitt jafntefli, gegn Akureyri, en tapað gegn Aftureldingu og nú síðast gegn Fram. Það má því segja að Haukarnir séu óútreiknanlegir – á góðum degi geta þeir unnið hvaða lið sem er en geta að sama skapi dottið niður á afskaplega lágt plan. Það má þó búast við þeim gríðarlega grimmum í Krikanum á fimmtudaginn, ekki bara vegna þess að þetta er grannaslagur heldur líka vegna þess að þeir verða helst að vinna báða leiki sína sem eru eftir til þess að næla sér í sæti í úrslitakeppninni. Þeir mæta því grimmir til leiks og FH-ingar verða að svara í sömu mynt.

Burðarásar Haukaliðsins eru nokkurn veginn þeir sömu og áður. Björgvin Hólmgeirsson, Freyr Brynjarsson og Þórður Rafn Guðmundsson eru lykilmenn sem fyrr og þá hafa menn á borð við Tjörva Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson verið að stíga upp í undanförnum leikjum. Þá hefur Birkir Ívar Guðmundsson sýnt mikinn stöðugleika í markinu, sama hvernig liðinu hans virðist ganga. Birkir varði t.a.m. 18 skot í leik Haukanna gegn Fram, en þeim leik töpuðu Haukarnir með 12 mörkum. Það er því varla hægt að kenna markvörslunni um það tap Haukanna.

Síðasti leikur Haukanna var eins og áður sagði gegn Fram, en sá leikur fór fram á Ásvöllum. Sá leikur var í raun einstefna. Framarar réðu lögum og lofum, voru 6 mörkum yfir í hálfleik og lönduðu að lokum öruggum 12 marka sigri, 34-22. Það má þó minna á það að Framarar léku einstaklega vel, varnarleikur og markvarsla var í besta mögulega standi og það réðu Haukarnir ekki við. Því fór sem fór.


Óli Guðmunds var iðinn við kolann á Ásvöllum

Fyrri leikir liðanna
Liðin tvö hafa mæst tvisvar í deild það sem af er vetri og í bæði skiptin hafa níu marka sigrar unnist á útivelli. Leikirnir voru eftirfarandi:

Haukar 19 – 28 FH, 9. október 2010, Ásvellir
Það þurfti ekki að bíða lengi eftir nágrannaslag þetta tímabilið, en liðin

Aðrar fréttir