Upphitun: FH – Valur, N1-deild karla

Upphitun: FH – Valur, N1-deild karla

Það má segja að það sé skammt stórra höggva á milli hjá FH-ingum um þessar mundir, enda handboltinn kominn á fullt á nýjan leik eftir sumarfrí. Þriðja umferð N1-deildar karla fer fram á morgun en þá sækja lærisveinar Óskars Bjarna í Val okkur FH-inga heim í Krikann. Má þar búast við jöfnum leik, enda tvö lið að mætast sem vel eru mönnuð og hafa hafið tímabilið með ágætum.

Valur
Valsarar sitja í 2. sæti deildarinnar með 3 stig eftir 2 leiki, stigi á eftir toppliði Fram. Það sem af er af þessu tímabili hafa Valsarar gert jafntefli við Gróttu í æsispennandi leik og borið sigurorð af Aftureldingu með 5 marka mun.

Ljóst þykir að leikurinn annað kvöld verður erfiður. Valsmenn eru sterkir varnarlega og sóknarlega og eru þar að auki illviðráðanlegir þegar Hlynur Morthens er í gírnum, sem og hann var í síðasta leik liðsins. Varði Hlynur alls 19 skot í þeim leik.

Ætli FH-ingar sér að vinna sigur annað kvöld þarf liðið að hafa sérstakar gætur á Valdimari Fannari Þórssyni, sem að er feikilega öflugur leikmaður þegar hann er upp á sitt besta. Þá eru leikmenn á borð við Anton Rúnarsson og Sturlu Ásgeirsson ávallt hættulegir, en Sturla var einmitt markahæstur Vals í leik liðsins gegn Aftureldingu. Hann skoraði 8 mörk.

Fyrri leikir liðanna
Liðin tvö léku þrjár innbyrðis viðureignir á síðasta tímabili. Fóru þær á eftirfarandi hátt.

Valur 26 – 30 FH, 13. nóvember 2010, N1-deildin
Markahæstir í liði FH: Ólafur Guðmundsson, 7. Ásbjörn Friðriksson, 5.

FH 34 – 24 Valur, 10. febrúar 2011, N1-deildin
Markahæstir í liði FH: Ásbjörn Friðriksson, 9. Ólafur Guðmundsson, 8.

FH 30 – 25 Valur, 24. mars 2011, N1-deildin
Markahæstir í liði FH: Ólafur Gústafsson, 7. Ásbjörn Friðriksson, 6.

FH og Valur mættust þar að auki í æsispennandi viðureign í hinum árlega leik meistaraliðanna hér á landi. Unnu FH-ingar sigur eftir vítakeppni í tvíframlengdum leik, 39-38. Lofar það góðu fyrir leik morgundagsins og býst undirritaður við að sá leikur verði ekki síður spennandi.

FH
FH-ingar sitja fyrir leikinn gegn Val í 4. sæti N1-deildarinnar með 2 stig, líkt og þrjú önnur lið. Strákarnir töpuðu sínum fyrsta leik, gegn Fram í Krikanum, en unnu glæsilegan sigur á Akureyringum síðastliðinn fimmtudag í hörkuleik.

Segja má að mikil batamerki hafi sést á FH-liðinu í síðasta leik frá því sem sést hafði gegn Fram í Krikanum. Augljóst var að FH-ingar voru ekki upp á sitt besta gegn Safamýrarpiltum og gengu þeir á lagið, en þeir hafa án alls vafa verið staðráðnir í því að bæta fyrir það með góðum leik gegn norðanmönnum á fimmtudaginn. Þrátt fyrir erfiða byrjun sigruðust FH-ingar á Akureyringum, 24-20. Gríðarlega góð úrslit á einum allra erfiðasta útivelli deildarinnar. Daníel Freyr Andrésson fór á kostum norðan heiða, en hann varði í heildina 22 skot. Þá fór Baldvin Þorsteinsson mikinn í sóknarleiknum og skoraði 8 mörk.

Ljóst er að FH-ingar verða að eiga álíka leik og þeir áttu fyrir norðan ætli þeir sér sigur í Krikanum annað kvöld. Valsmenn eru með vel mannað lið og taki FH-ingar ekk

Aðrar fréttir