Upphitun, fyrsti leikur tímabilsins: FH – Afturelding!

Upphitun, fyrsti leikur tímabilsins: FH – Afturelding!


Nú er loksins komið að því! Nýtt upphaf, nýtt tímabil og nýtt tækifæri til að vinna til afreka. Á morgun, fimmtudaginn 30. september, hefja FH-ingar leik í N1-deild karla þegar þeir taka á móti nýliðunum í Aftureldingu úr Mosfellsbæ í Mekka handknattleiksins á Íslandi, Kaplakrika.

Margir munu eflaust freistast til þess að búast við auðveldum leik gegn nýliðunum, sem tryggðu sér sæti í N1-deildinni eftir umspil við Gróttu, enda ætti að vera gefið mál að nýliðum finnist stökkið upp um deild full hátt í byrjun. Þeir sem hugsa svona geta hent sínum hugsunarhætti strax í tunnuna, því lið Aftureldingar er vel mannað og fullt sjálfstrausts eftir upprisu sína síðasta vor. Deildin í ár er sú jafnasta í mörg ár, öll lið eru vel skipuð og allir leikir verða hörkuleikir – þar er leikur morgundagsins engin undantekning.

Afturelding
Lið Ungmennafélagsins Aftureldingar úr Mosfellsbæ vann, eins og sagt var hér að ofan, góðan sigur á Gróttu í umspilsleikjum um sæti í N1-deildinni síðasta vor. Höfðu þeir lent í 2. sæti næstefstu deildar, á eftir sterku liði Selfyssinga sem tryggði sér titilinn í lokaleiknum – sem var einmitt gegn Aftureldingu. Afturelding lauk mótinu með 29 stig.

Lið Aftureldingar er vel mannað, meirihluti leikmanna er alinn upp í röðum félagsins og hefur því kjarninn spilað lengi saman. Þar að auki styrktu Mosfellingar stakar stöður yfir sumarið, fengu m.a.s. til sín leikmanninn góðkunna og fyrrum FH-inginn Arnar Theodórsson til sín frá Gróttu. Mestur var fengurinn hins vegar í markverðinum Hafþóri Einarssyni, sem gekk í raðir Mosfellinga frá Akureyri. Hafþór hefur verið meðal bestu markvarða deildarinnar undanfarin ár og kemur vafalaust til með að vera atkvæðamikill fyrir Aftureldingu í vetur.

Afturelding tók þátt í Reykjavík Open-æfingamótinu og unnu þar til silfurverðlauna. Töpuðu þeir gegn liði HK í úrslitaleik, 33-27. Það er þó vitað að úrslit í því móti skipta litlu máli, eins og oft vill verða með æfingamót af þessu tagi.

Liði Aftureldingar fylgir talsvert stór pakki. Sá pakki er stuðningsmannafélag sem að nefnist „Rothöggið“, og er margrómað fyrir það að mynda góða stemningu í íþróttahúsum víðsvegar um land þegar UMFA spilar. Gæti það ágæta stuðningsmannafélag reynst Mosfellingum dýrmætt í vetur, enda vita mál að stuðningsmenn félaga geta oft reynst vera 8. maður liðsins í erfiðum leikjum. Við FH-ingar megum ekki láta okkar eftir kyrrt liggja, og því hvet ég alla til að mæta og styðja okkar menn!

Fyrri viðureignir liðanna
Langt er síðan liðin tvö, FH og Afturelding, mættust síðast í deildarleik. Síðasti leikurinn sem undirritaður man eftir var spilaður fyrir akkúrat 4 árum síðan í dag, þ.e.a.s. þann 29. september á því herrans ári 2006. Var sá leikur upphafsleikur mótsins, rétt eins og núna. Fór hann fram í Varmá en þar unnu Mosfellingar öruggan sigur, 27-20. Þetta árið fóru þeir upp í efstu deild ásamt ÍBV, en FH-ingar máttu húka í næstefstu deild í ár í viðbót. Annars hefur Mosfellingum ekkert liðið allt of illa í Krikanum í gegnum tíðina, en þar unnu þeir einmitt Íslandsmeistaratitilinn eftir 4ra leikja einvígi við FH-inga árið 1999. Það árið stóð Bergsveinn Bergsveinsson, FH-ingur með meiru, vaktina í marki Aftureldingar en á morgun verður hann í öðru hlutverki – hann stendur vaktina á grillinu ásamt Erni Inga Bjarkasyni, sem að er uppalinn í Mosfellsbænum og lék með Aftureldingu þangað til hann skipti yfir í FH fyrir ári síðan. Grillteymi af dýrari gerðinni og ljóst að stuðningsmenn FH-inga og Aftureldingar eru í góðum höndum á morgun.

FH
Lið FH, sem um daginn var spáð deildarmeis

Aðrar fréttir