Úrslit að ráðast hjá 3. og 4. flokki um helgina

Úrslit að ráðast hjá 3. og 4. flokki um helgina

Næstu dagar eru heldur betur þýðingar miklir fyrir strákana í 3. og 4. flokki. 3. flokkur stendur með pálmann í höndum þegar tvær umferðir eru eftir í deildarkeppninni. Eftir frábæran sigur á HK síðasta miðvikudag þurfa strákarnir að sigra tvo síðastu leiki sína til þess að hampa deildarmeistaratitlinum. Á fimmtudaginn mæta þeir Haukum í Kaplakrika klukkan 19:50 og á þriðjudag mæta þeir svo Frömurum en leikurinn er einnig í Krikanum.

4. flokkur spilur um helgina úrslitamót um Íslandsmeistaratitilinn. Mótið fer fram í Digranesi.
Föstudagur FH – KA klukkan 20:00
Laugardagur FH – ÍR klukkan 14:00
Laugardagur FH – Haukar klukkan 16:00
Ef strákarnir vinna þessa leiki munu þeir spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag klukkan 11:30.
Vonandi standa bæði lið sig vel og eru FH-ingar hvattir til að mæta og styðja þá til sigurs.
Áfram FH.

Aðrar fréttir