Vormót FH það helsta.

Vormót FH það helsta.

Úrslit mótsins er undir linkinum Úrslit mota.!

Þess má geta að MARKO-merki gáfu verðlaunapeningana sem fyrstu þrír í hverri grein fengu.

En hérna er helstu árangrar FH-ingana.

Bjarni Þór Traustason sigraði í 100 m á 10.95 sek og Sveinn Þórarinsson varð annar á 11.06 sek og Óli Tómas Freysson kom á óvart að hlaup á 11.69 sek (vindur 2.2).

Sveinn Þórarinsson sigraði í 300 m á 35.76 sek og Ólafur Sveinn Traustason kom á óvart og varð þriðjiá 36.53 sek en þetta er persónulega besti árangur þeirra beggja.

Daði Rúnar Jónsson sigraði 1000 m á 2.34.96 mín en það er hans besti árangur.

Ingi Sturla Þórisson varð annar í 110 m grind á 14.84 sek en meðvindur var of mikill en það er greinilegt Ingi á mikið inni.

Kristinn Torfason sigraði langstökkið er hann stökk 6.23 m en það í miklum mótvindi.

Óðinn Björn Þorsteinsson sigraði í kringlunni og bætti sig um 51 cm er hann kastaði 55.33 m en hann á ótrúlega mikið inni og má eiga von á löngum köstum hjá honum á næstunni þegar hann er búinn að laga örfá tækniatriði. Þá kastaði Óðinn sleggjunni 45.08 m og er það örugglega bæting upp á marga metra.

Bergur Ingi Pétursson sýndi hvað í honum býr er hann kastaði drengjasleggjunni (5.5 kg) 54.56 m og vá hanná enn marga metra inni. Og Ingvar Torfason var aðeins 2 m frá sveinametinum hans Bergs í 5.5 kg er hann kastaði 42.14 m

Sigrún Dögg Þórðardóttir tognaði eða fékk krampa í lærið í 100 m hlaupinu og vonandi var þetta ekki alvarlegt.

Silja Úlfarsdóttir sigraði i 300 m á 39.71 sek (rétt hjá hennar besta) og Ylfa var á 43.97 sek og bætti sig um nokkrar sek.

Eygerður Inga Hafþórsdóttir sigraði í 1000 m á 3:04.59 mín en það er hennar besti tími.

Íris Svavarsdóttir sigraði í hástökkinu er hún stökk 1.61 m og átti góðar tilraunir við 1.67 m.

Halla Heimisdóttir sigraði í kringlukasti er hún kastaði 44.36 m en Ásdís Hjálmarsdóttir veitti henniharða keppni og kastaði 44.22 m.

María Lúðvíksdóttir setti enn hafnarfjarðarmet er hún kastaði 40.78 m og nú er bara að stefna að bæta sig enn meira.

Sigrún Fjeldsted varð önnur í spjóti er hún kastaði 43.13 sem er besta byrjun á sumri hjá henni.

Annars þá var frekar kalt og vindur en það lægði þegar á kvöldið leið.

Aðrar fréttir