Vörnin verður vonandi sett á killer-mode

Vörnin verður vonandi sett á killer-mode

FH.is heldur áfram að undirbúa sig undir stórleik FH og Hauka sem fer fram á morgun. Næstur í viðtalsröðinni er hinn magnaði markvörður okkar FH-inga, Pálmar Pétursson.

Hvernig hefur þér litist á leik FH-liðsins?
Pálmar: Hingað til er ég heilt yfir nokkuð sáttur. Við höfum átt frábæra leiki eninn á milli kannski dottið niður á plan sem er handboltalegri getu liðsinsekki samboðið. Hæfileikarnir í liðinu eru vissulega til staðar og allt til alls til að ná langt. Við þurfum að fá meira jafnvægi í okkar leik og ef að það næst eru allir vegir færir.

Hvað teluru að FH-liðið þurfti að nýta sér gegn Haukunum?
Pálmar: Við erum með frábæra vörn og ef að hún smellur í gang fleytir það okkur langt. Í kjölfarið fáum við þá markvörslu og okkar hraði leikur kemst í gang. Ef vörnin verður sett á killer-mode munum við halda okkur harkalega á fimmtudaginn.

Hverjir eru helstu styrkleikar Hauka? En veikleikar?
Pálmar: Styrkleikinn liggur í sterkum varnarleik liðsins og að auki eru þeir meðbesta markmann deildarinnar. Þeir refsa vel og eru sterkir í
hraðaupphlaupum. Þeir fara líka mjög langt á kænsku þjálfarans, enda reyndur og vel sjóaður í boltanum. Veikleikarnir eru þó samt til staðar og
þið sjáið það vonandi á fimmtudaginn hvernig við nýtum okkur þá. Það er ekkert sem við óttumst og mætum því stinnir og flottir til leiks.

Hefuru góða trú fyrir leiknum? Skiptir stuðningurinn miklu máli?
Pálmar: Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir leiknum. Menn eru vel stemmdir og ætla
sér sigur. Leikirnar í Krikanum í vetur hafa verið gríðarlega jafnir en
ekki dottið okkar megin. Við breytum því á fimmtudaginn. Stuðningurinn skiptir öllu máli. Stemmingin á síðustu tveimur leikjum
hefur verið glæsileg og ég vona að sem flestir mæti og styðji við bakið á
okkur. Við ætlum að vinna þennan leik fyrir okkar fólk.

Aðrar fréttir