2. fl. í undanúrslit í bikarnum

2. fl. í undanúrslit í bikarnum

Það voru heimamenn sem byrjuðu betur með tveim ódýrum mörkum og útlitið ekki bjart fyrir FH.  Okkar stelpur unnu sig hinsvegar vel inn í leikinn og áður en fyrri hálfleikur var úti hafðið liðið minkað muninn.  Þar var að verki Sara Atladóttir með skalla.

Í Síðari hálfleik spilaði liðið vel og jafnaði leikinn.  Þá þurftir að grípa til framlengingar en hvorugu liðinu tókst að skora.  Í vítaspyrnukeppni voru svo úrslitin ráðin og FH því komið í undanúrslit.  Þar mun liðið mæta sigurvegurum úr leik Hauka og Fylkis.

Næsti leikur liðsins er á mánudaginn kl. 20:00 , aftur gegn Val en nú í Krikanum.

Aðrar fréttir